Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Villandi frétt

"Hagnaður Samsung nam 4,44 milljörðum Bandaríkjadala, 556 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi og er fyrirtækið nú stærsta tæknifyrirtæki heims ef miðað er við tekjur."

Þetta er mjög villandi því fyrst er verið að tala um hagnað, en síðan bendir mbl á að þeir séu stærstir miðað við tekjur.

það er eins og mbl sé að reyna að láta líta út að Samsung séu stærstir miðað við hagnað, sem er það sem skiptir mestu máli, því þó tekjur séu miklar þá þýðir það ekki endilega að fyrirtækinu sé að ganga vel, því hagnaður gæti verið lítill eða jafnvel í mínus.

Þú getur skoðað dæmi um Sony og Apple, Sony hefur u.þ.b. 20 milljarða Bandaríkjadala í tekjur en skilar u.þ.b 3 milljarða Bandaríkjadala í tap þennann ársfjórðung, Apple hefur u.þ.b. 40 milljarða Bandaríkjadala í tekjur og hefur u.þ.b. 12 milljarða Bandaríkjadala í hagnað þennann ársfjórðung.

Hvernig væri nú að mbl færu að hætta að rugla svona í fólki...


mbl.is Nýr Galaxy kynntur til sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband